Sumarferð 2017

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í byrjun ágúst mánaðar. Rúmlega 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.

Lagt var af stað kl. 13 og ekið upp í Borgarfjörð, skoðað búvélasafnið á Hvanneyri. Síðan lá leiðin í Munaðarnes þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð.

Hópurinn ferðaðist undir leiðsgögn Eydísar Líndal Finnbogadóttur og var leiðsögn hennar bæði fróðleg og skemmtileg.