Fjölgun hjúkrunarrýma

Þau ánægjulegu tíðindi bárust úr velferðarráðuneytinu sl. föstudag að ráðuneytið hefur samþykkt að breyta 5 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými á Höfða.  Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.   Breytingin styrkir tekjugrunn heimilisins um 22 mkr. á ársgrundvelli.