Frjálsir með Framsókn heimsækja Höfða

Frambjóðendur Frjálsra með Framsókn, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigrún Inga Guðnadóttir og Anna Þóra Þorgilsdóttir heimsóttu Höfða í dag. Þau sýndu íbúum kynningarmyndbandið „Akranes í fremstu röð“, kynntu stefnumál framboðsins í bæjarstjórnarkosningunum í vor og ræddu við íbúa.