Gerum góðverk

kerta-brekko

Gerum góðverk er samfélagsverkefni í hönnun og smíði í Brekkubæjarskóla.  Brekkubæjarskóli er Grænfánaskóli og hefur sparnað, endurvinnslu og endurnýtingu að leiðarljósi.

Nemendur í hönnun og smíði í 1.-7. bekk skáru niður kertaafganga bræddu og endurunnu í ný kerti.  Þeir seldu kertin síðan í verslunum á Akranesi. Einnig seldu nemendur kortin á árlegum Höfðabasar í desember.

Tilgangur verkefnisins var að kynna fyrir nemendum hvernig hægt væri að láta gott af sér leiða með vinnu og endurnýtingu án þess að kosta mikið til.  Ágóði kertasölunnar rennur óskertur í gjafasjóð Höfða til kaupa á fjölþjálfa fyrir aldraða í sjúkraþjálfun.

Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari Höfða tók á móti afrakstri söfnunarinnar í morgunstund í Brekkubæjarskóla sl. fimmtudag. Fjölþjálfi fyrir aldraða er dýrt tæki, en margt smátt gerir eitt stórt, en krakkanir söfnuðu rúmum 60.000 krónum fyrir að nýta það sem margir henda.

Við þökkum innilega fyrir þetta fallega góðverk og framtak krakkana og kennara þeirra.  Það voru kennararnir Kristrún Sigurbjörnsdóttir og Ingibjörg Torfadóttir sem stjórnuðu verkefninu.

Takk fyrir okkur.