Kvöldvaka

img_3156

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í vikunni. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.

Undir borðahaldi lék Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir heimilisins.  Patrekur Orri Unnarsson söng og spilaði á gítar, vinkonurnar María Einarsdóttir og Rakel Eyjólfsdóttir fluttu tvö lög og að lokum spilaði Fanney Karlsdóttir íbúi á Höfða á harmonikku.

Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel.