Lífeyrisskuldbindingar Höfða heyra sögunni til.

Í dag var skrifað undir samning varðandi útfærslu á yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum Höfða en Höfði er eitt þeirra heimila sem rekið hefur verið á ábyrgð sveitarfélaga.

Samkomulagið nú miðast við að yfirtaka ríkisins á lífeyrisskuldbindingunum verði afturvirk frá 31. desember 2015.

Fyrir Höfða voru þessar skuldbindingar um einn milljarður króna og fara með þessu samkomulagi alfarið út úr ársreikningum Höfða og mun samhliða því lækka lífeyrisskuldbindingar Akraneskaupstaðar sem því nemur.

Við þetta tækifæri vilja stjórnendur Höfða færa sérstakar þakkir til Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Ólafs Adolfssonar formanns bæjarráðs fyrir þeirra þátt í því að lífeyrisskuldbindingar Höfða heyra nú sögunni til.