Ný bifreið ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra

Í dag fékk Höfði afhenta nýja bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra sem Höfði rekur samkvæmt samningi fyrir Akraneskaupstað.

Nýja bifreiðin er af gerðinni Iveco Bus Daily frá BL. Bifreiðin tekur 11 farþega þar af 3 í hjólastólum.

Bifreiðin mun leysa af hólmi eldri bifreið ferðaþjónustunnar sem er frá árinu 2001 og er komin vel til ára sinna.

Það var Sveinn M. Sveinsson sölustjóri hjá BL sem afhenti Kjartani Kjartanssyni framkvæmdastjóra lyklana af nýju bifreiðinni.