Vökudagar 2016

img_2997

Myndasafn

Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða.

Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli.

Auk þess var opnuð samsýning Elínborgar Halldórsdóttur (Ellý) sem sýndi myndlist og glerlist og hópsins Skraddaralýs sem er hópur kvenna úr Hvalfjarðarsveit auk kvenna af Akranesi og Borgarnesi sem sýndu bútasaum.

Við opnunina sá Tindatríó og Sveinn Arnar um tónlistarflutning.

Íslenska þjóðfylkingin í heimsókn

Í gær heimsóttu Höfða þeir Jens G. Jensson oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og Jóni Jónssyni frambjóðanda.

Þeir heilsuðu upp á íbúa og starfsfólk og kynnti stefnumál síns flokks í komandi þingkosningum.

Framsóknarmenn í heimsókn

img_2954

Myndasafn

Í morgun heimsóttu Höfða, Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins, ásamt frambjóðendunum Sigurði Páli Jónssyni og Lilju Sigurðardóttur.

Þau heilsuðu upp á íbúa og starfsfólk og kynnti stefnumál síns flokks í komandi þingkosningum.

Út að hjóla !

FullSizeRender (3)

Myndasafn

Hjólið sem kom nú í  maí hefur aldeilis vakið lukku á Höfða og jákvæða athygli og umfjöllun.

Hjólatúrarnir ganga vel, búið er að halda þrú námskeið fyrir hjólara sem hafa aðallega verið aðstandendur, starfsmenn og nokkrir sjálfboðaliðar frá Rauða Krossinum. Á námskeiðinu er sagt frá hvernig þetta hjólaævintýri byrjaði , farið í gegnum helstu umgengisreglur og verðandi hjólarar fá að prófa hjólið. Síðan bóka hjólarar æfingatíma og geta svo fljótlega eftir það farið að hjóla með farþega.

Á daginn er farið  út 2x á dag með íbúa eða dagdeildarfólk  og hafa þeir hjólatúrar aðallega verið farnir af starfsmönnum sjúkra- og iðjuþjálfunar og annara deilda. Hjólarar geta panta hjólatíma hvenær sem er og viljum við gjarna fá fleiri hjólara í lið með okkur,  sérstaklega aðstandendur. Kringum Höfða  og í nánasta umhverfi eru góðir göngu- og hjólastígar en einnig erum við farin að fara lengri túra.  Veðrið hefur einnig leikið við okkur, en ekkert mál er  að fara í rigningu a.m.k. ekki fyrir farþegana sem eru vel varðir. Það er von  okkar að hjólið eigi eftir að gefa okkur margar góðar stundir og skapa skemmtilegar minningar.

Þeir sem vilja gerast hjólarar eða fá upplýsingar um hjólaævintýrið hafið gjarnan samband við Lísu sjúkraþjálfara ( 4334314 / 8921257) eða Maríu iðjuþjálfa (8564316 / 8497606).

 

Kvennahlaup 2016

IMG_2705

Myndasafn

Í gær var gengið í fjórða sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla þó svo nokkuð væri kalt og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.

Afhending á hjóli

IMG_2669

Myndasafn

Síðastliðinn fimmtudag fór fram formleg afhending á nýja hjólinu okkar á Höfða. Í febrúar sl. var hrundið af stað formlegri söfnun fyrir hjólinu. Skemmst er frá því að segja að eftir að söfnun hófst hafði Lionsklúbburinn Eðna samband og vildi gefa íbúum á Höfða hjólið. Auk framlags Lionsklúbbsins færði Slysavarnadeildin Líf bæði fjárframlag og hjólahjálma. Einnig safnaðist töluvert í söfnunarbauka á Höfða og að lokum safnaði Andrea Björnsdóttir töluverðum fjármunum í hjólasjóðinn.

Forvígismenn að söfnun og komu hjólsins á Höfða voru María Ásmundsdóttir iðjuþjálfi og Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari.

Með öllum þessum gjöfum safnaðist fyrir hjólinu töluvert umfram kaupverð þess sem notað verður í búnaðarkaup tengd hjólinu og viðhaldssjóð.

Við athöfnina afhenti Auður Líndal formaður Lionsklúbbsins Eðnu, Maríu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa lykla af hjólinu. Við sama tilefni afhentu þær Hallfríður Jóna Jónsdóttir og Anna Kristjánsdóttir hjálma til notkunar á hjólinu ásamt fjárframlag frá Slysavarnadeildinni Líf.

Í ávarpi sínu við afhendinguna þakkaði Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri öllum gefendum fyrir höfðinglega gjöf.

Mikil gleði er meðal íbúa Höfða með nýja hjólið og skín bros úr andliti hvers þess sem sest hefur í hjólið og hlakkar öllum til að hjóla inn í sumarið á Höfða.