Vel heppnuð árshátíð.

21. nóvember, 2005

Árshátíð starfsmanna Höfða var haldin að Miðgarði s.l. laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Höfðafólk heldur sérstaka árshátíð, en fram að þessu hafa starfsmenn tekið þátt í sameiginlegri árshátíð með bæjarstarfsmönnum. Sú árshátið hefur ekki verið haldin s.l. 2-3 ár og tóku þau Unnur Guðmundsdóttir, Sigríður Einarsdóttir og Baldur Magnússon af skarið, skipuðu sig í skemmtinefnd og undirbjuggu árshátíðina.

 

Kristín Einarsdóttir var veislustjóri, hinn landskunni Gísli Einarsson flutti gamanmál og nokkrir starfsmenn tróðu upp með stórgóð skemmtiatriði. Guðmundur Haukur sá um músíkina.

 

Árshátíðin tókst í alla staði einstaklega vel og var mikil ánægja meðal þátttakenda sem hylltu skemmtinefndina fyrir frábær störf.