6. desember, 2005

Aðventuhátíð.

Aðventuhátið var haldin á Höfða s.l. sunnudag. Ræðumaður var Sigurbjörg Þrastardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson fór með gamanmál, Sveinn Arnar Sæmundsson og Kristín Sigurjónsdóttir léku saman á píanó og fiðlu og kirkjukórinn söng. Hátíðin var mjög vel sótt af Höfðafólki og tókst í alla staði mjög vel.