13. október, 2005

Heimsókn frá Grensásdeild.

11 starfsmenn Grensásdeildar heimsóttu Höfða í gær. Margrét A. Guðmundsdóttir húsmóðir á Höfða tók á móti þeim, sýndi þeim heimilið og sagði frá starfseminni á Höfða. Eftir að hafa drukkið kaffi með heimamönnum kvöddu þessir góðu gestir og héldu til næsta áfangastaðar sem var Safnahúsið að Görðum.