Stefán Bjarnason 100 ára

Í dag fagnar Stefán Bjarnason fyrrum yfirlögregluþjónn á Akranesi og nú íbúi Höfða 100 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins heimsóttu Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða Stefán og færðu honum blóm.

Fyrr um morguninn höfðu félagar Stefáns í leikfimishópi á Höfða sungið honum afmælissönginn.

Stefán mun fagna afmælisdeginum með fjölskyldu sinni og vinum.

Íbúar og starfsfólk Höfða óska Stefáni innilega til hamingju með daginn.