40 ára afmæli Höfða

Föstudaginn 2. febrúar verða liðin 40 ár frá því að Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili tók til starfa. Í tilefni af þeim merku tímamótum verður opið hús á Höfða þann dag á milli kl. 14 og 16. Þar gefst fólki kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni.

Í meðfylgjandi hlekk er stiklað á því helsta í sögu Höfða síðastliðin 10 ár.

40 ára afmæli Höfða   

Jólaball 2017

Í gær var haldið hið árlega jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.

Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.

Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.

Helgihald um hátíðarnar

 

Nú um hádegisbilið var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag. Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Íbúar og starfsfólk Höfða.

Jólahlaðborð

Síðast liðinn föstudag var hið árlega jólahlaðborð fyrir íbúa, aðstandendur og starfsmenn haldið í Höfðasal.

Jólahlaðborðið var vel sótt og var almenn ánægja með það.

Nýtt starf hjúkrunardeildarstjóra-auglýsing

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir nýja stöðu hjúkrunardeildarstjóra lausa til umsóknar.

Á Höfða eru 74 íbúar, 61 í hjúkrunarrýmum, 4 í biðhjúkrunarrýmum og 9 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið er hér á heimasíðunni.

Hæfniskröfur

• Leitað er að einstaklingi með a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, góða leiðtogahæfni, áhuga á þjónustu við aldraða og getu til að takast á við krefjandi verkefni.

• Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.

• Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg.

  • Framhaldsmenntun á sviði öldrunarhjúkrunar æskileg.

• Góð tölvukunnátta skilyrði.

• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og góða íslenskukunnáttu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga.

Starfshlutfall er 80-90%.

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2017.

Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunardeildarstjóra veitir:

Hallveig Skúladóttir, sími 856-4327,                                                                netfang: hjukrun@dvalarheimili.is

Umsókn og ferilskrá sendist til hjúkrunarforstjóra Höfða á netfangið hjukrun@dvalarheimili.is.

Umsókn má einnig senda til hjúkrunarforstjóra Höfða, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranesi. Öllum umsóknum verður svarað

Kvöldvaka 2017

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í gær. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.

Edda Júlíusdóttir íbúi á Höfða lék nokkur lög á píanó.  Danshópur sýndi línudans og söngnemendur hjá Sigríði Elliðadóttur söngkennara sungu nokkur lög.

Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel.

Starfsaldursviðurkenningar 2017

Í gær, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 14 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Aðalheiður Alfreðsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Helga Sigurðarsdóttir og Kolbrún Katarínusardóttir.

Fyrir 10 ára starf: Anna K. Belko og Pálína Sigmundsdóttir.

Fyrir 15 ára starf: Sigurlaug Garðarsdóttir.

Fyrir 20 ára starf: Elísabet Ragnarsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Sigrún Sigurgeirsdóttir.

Fyrir 30 ára starf: Helga Jónsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum  á Höfða á síðustu mánuðum eftir farsælan starfsferil, þær Margrét Reimarsdóttir og Helga Dóra Sigvaldadóttir.  Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 16 ára.

Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blömvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

Sumarferð 2017

 

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í byrjun ágúst mánaðar. Rúmlega 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.

Lagt var af stað kl. 13 og ekið upp í Borgarfjörð, skoðað búvélasafnið á Hvanneyri. Síðan lá leiðin í Munaðarnes þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð.

Hópurinn ferðaðist undir leiðsgögn Eydísar Líndal Finnbogadóttur og var leiðsögn hennar bæði fróðleg og skemmtileg.