Um heimilið

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 74 íbúar í sólarhringsvistun, þ.e. 9 í dvalarrými, 60 í hjúkrunarrými 4 í biðhjúkrunarrými, auk þess er eitt hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir. Á Höfða er einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heimilisins, en þar er rekin dagdeild. Reist hafa verið 31 raðhús fyrir aldraða og öryrkja á lóð Höfða (Höfðagrund).

Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Undanfari umsóknar um vistun á Höfða er færnis- og heilsumat sem framkvæmt er af Færni- og heilsumatsnefnd Vesturlands, Borgarbraut 65, 310 Borgarnesi. Sími: 432 1430. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/ eða á heimasíðu embættis landlæknis.

Nánari upplýsingar:

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranes

Sími 433 4300

Heimasíða: http://www.dvalarheimili.is

Netfang: kjartan@dvalarheimili.is