31. janúar 2026

Alzheimerkaffi á Höfða

Alzheimerkaffi á Akranesi á vegum Alzheimer samtakanna 5.feb.2026

Fimmtudaginn 5. febrúar 2026 kl. 17:00 verður haldið Alzheimerkaffi í hátíðarsal Höfða á Akranesi. Gestur verður Emilía Halldórsdóttir sem mun tala um hreyfingu sem forvörn. Kaffið er fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.

Í boði er lifandi tónlist og kaffiveitingar (kaffigjald 500 kr.).

Engin þörf er á að skrá sig - bara mæta!