Starfsemi

Á Höfða búa nú 75 íbúar í sólarhringsvistun, þar af eru 73 í hjúkrunarrými og 2 í hvíldarrýmum.

Á Höfða er einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heimilisins, en þar er rekin dagdvöl með 25 rýmum.


Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslustofa, fótsnyrting, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagdvöl og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum.


Ágætt útivistarsvæði er við Höfða en á lóðinni eru göngustígar þar sem eru setbekkir næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið er. Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan Höfða stendur listaverkið "Grettistak" eftir Magnús Tómasson sem er eitt helsta kennileiti heimilisins.