Eldhús
Á Höfða er allur matur matreiddur í eldhúsi heimilisins og matseðill unninn í samvinnu við næringarfræðing með heilsu íbúa að leiðarljósi. Leitast er við að framreiða fjölbreyttan, hollan og staðgóðan íslenskan mat.
Það er eldað alla daga í eldhúsi Höfða fyrir heimilisfólk, fólk í dagdvöl, eldra fólk sem mætir í hádeginu og vegna matarskammta sem sendir eru úr húsi.
Eldra fólk á þjónustusvæði Höfða getur keypt hádegismat alla daga vikunnar og borðað í matsal Höfða.
- Opnað er inn í matsal kl. 12:30.
- Greiða þarf með matarmiðum sem keyptir eru á skrifstofu Höfða og er verð pr. miða 1.593 kr. árið 2026.
Eldhús Höfða sendir hádegismat í þjónustumiðstöðina á Dalbraut 4 þar sem eldra fólk getur einnig keypt mat alla virka daga og borðað á staðnum.
- Það þarf að skrá sig í mat með fyrirvara á Dalbraut 4.
Höfði þjónustar Akraneskaupstað með heitan mat í hádeginu sem sendur er heim til eldra fólks.
- Beiðni um heimsendingarþjónustu þarf að berast til Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar í síma 433 1000.
