Iðjuþjálfun
Megin markmið iðjuþjálfunar teymis á Höfða er að skapa tækifæri fyrir íbúa heimilisins til að taka þáttt í virkni og iðju sem viðheldur færni, stuðlar að vellíðan og eykur lífsgæði.
Iðjuþjálfun er með aðstöðu á 1. hæð fyrir einstaklingsþjálfun og smærri hópa og síðan er Höfðasalur, sem einnig er á 1. hæð, nýttur fyrir stærri samkomur og hópa. Það fer einnig fram skipulögð virkni og hópastarf á heimilum íbúanna.
Góð samvinna er við vinnustofu Dagdvalar og þátttöku íbúa í félagsstarfi og virkni á þeirra vegum.
Iðjuþjálfi aðstoðar við mat og þjálfun á hjálpartækjum, forvörnum og fræðslu til aðstandanda og starfsfólks.
Einstaklingsmiðuð nálgun, virðing, nærgætni og samkennd er órjúfanlegur hluti af þjónustu iðjuþjálfunar á Höfða.
Beint símanúmer iðjuþjálfunar: 856-4316
Netfang: idjuthjalfi@dvalarheimili.is
Staðsetning: 1. hæð
