Almenn umsókn um starf
Við hjá Höfða leggjum mikla áherslu á virðingu, mannlega nálgun og fagmennsku. Við erum reglulega að leita að metnaðarfullu fólki í ýmiss konar störf — hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, starfsfólk í eldhús, á skrifstofu og fleira.
Ef þú vilt verða hluti af teyminu okkar á Höfða getur þú sent inn almenna starfsumsókn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan og fyllt út formið. Við höfum samband ef starf losnar á næstunni sem gæti hentað þér eða ef við óskum eftir frekari upplýsingum.
Athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Við varðveitum starfsumsóknir í þann tíma sem okkur ber að gera það skv. lögum.
Almennt auglýsum við öll störf sem losna á vefsíðunni Alfreð.is. Við mælum líka með því að þú fylgist vel með auglýsingum frá okkur þar.
Hlökkum til að heyra frá þér!
