Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun

Jafnlaunastefna þessi tekur til Akraneskaupstaðar sem sameiginlegs vinnustaðar starfsfólks á bæjarskrifstofu og í stofnunum kaupstaðarins, auk starfsfólks Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.


Akraneskaupstaður og Höfði greiða laun eftir umfangi og eðli starfa og taka þau mið af þeim kröfum sem störf gera um hæfni, ábyrgð, álag og vinnuaðstæður í samræmi við starfmatskerfi sveitarfélaganna. Allar launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum og skýranlegar með vísan til forsendna.


Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og Höfða skuldbinda þau sig til að:

  • Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85
  • Framkvæma árlega launagreiningu innan kaupstaðarins og hjá Höfða
  • Bregðast við óútskýrðum launamun, sé hann til staðar, með viðeigandi leiðréttingum og úrbótum
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda
  • Fylgja lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta að lágmarki árlega að þeim sé hlítt
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga fyrir starfsfólki Akraneskaupstaðar og Höfða
  • Stefna þessi skal kynnt öllu starfsfólki og vera aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar og Höfða


Uppfært á stjórnarfundi Höfða 3.3.2025



Jafnréttisáætlun Höfða

Á stjórnarfundi Höfða þann 22. febrúar 2021 samþykkti stjórn að gera jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar að sinni og starfa eftir henni.

Sjá má jafnaréttisáætlun Akraneskaupstaðar á eftirfarandi vefslóð:

https://www.akranes.is/stjornsysla/utgefid-efni-1/stefnur-akraneskaupstadar