Upplýsingar fyrir nýja íbúa

Á Höfða er leitast starfsfólk við að taka vel á móti nýjum íbúum og aðstoða þá við að aðlagast á nýju heimili.

 Það er að ýmsu að huga við þennan flutning og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu tekið saman handbók fyrir nýja íbúa á hjúkrunarheimilum með hagnýtum upplýsingum. Finna má handbókina hér.


Það er ýmislegt annað sem gott er að vita:

  • Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn að því marki að það trufli ekki heimilisfólk eða starfsfólk hússins.
  • Húsið er opið kl. 08:00 til 20:00 og þá er hægt að hringja dyrabjöllu í anddyri.
  • Af öryggisástæðum eru íbúar og einstaklingar í hvíldarrýmum vinsamlegast beðnir um að tilkynna starfsfólki um fjarveru af heimilinu.
  • Matmálstímar á heimilinu eru eftirfarandi:
  • Morgunverður kl. 8:30-10:00
  • Hádegisverður kl. 12:00-13:00
  • Eftirmiðdagskaffi kl. 14:45-15:30
  • Kvöldverður kl. 18:00-19:00
  • Kvöldkaffi eftir kl. 20:00
  • Á Höfða er starfrækt þvottahús, auk þess sem þvottaherbergi eru á hverju heimili þar sem allur fatnaður íbúar er þvegin. Nauðsynlegt er að allur fatnaður sé merktur og aðstoðar starfsfólk við að finna út úr því. Æskilegt er að fötin séu auðveld í þvotti, þar sem ekki er tekin ábyrgð á þeim í þvotti.