Hvíldarinnlögn
Á Höfða eru tvö rými fyrir hvíldarinnlögn einstaklinga. Um er að ræða tímabundna dvöl aldraðra. Tímabundin dvöl er í 2 vikur og útskrifast einstaklingur aftur heim til sín. Markmiðið með dvölinni er að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili og er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklings sem og stuðningur og ráðgjöf við aðstandendur.
Áhersla er lögð á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta.
Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Höfði hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Upplýsingar varðandi um umsókn um Hvíldarinnlögn eru hér.
Einstaklingar þurfa að koma með:
- Lyfjarúllu eða lyf og lyfjakort/lyfjablað. Vinsamlegast komið með augndropa, innúðalyf og smyrsl sem verið er að nota.
- Sæng, sængurver, kodda, koddaver og rúmteppi (2stk).
- Innifatnað, föt til skiptanna, náttföt og nærföt, inniskó (ekki töflur)
- Útiföt og skó
- Snyrtivörur, s.s. sjampó, tannkrem, rakvél, raksápu, krem ofl.
Aðstandendur annast þvott á persónulegum fatnaði og eru taukörfur á baðherberginu.
Vinsamlegast komið með göngugrindur, hjólastóla og önnur hjálpartæki sem þið eruð vön að nota.
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar á herbergjum.
Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn. Húsinu er læst frá kl. 20:00 á kvöldin og er þá hægt að hringja dyrabjöllu í anddyri hjúkrunarheimilisins.
Af öryggisástæðum og af tillitssemi við starfsfólk eru dvalargestir vinsamlegast beðnir um að tilkynna starfsfólki um fjarveru af heimilinu.
