Sækja um dvöl
Einstaklingar sem óska eftir hjúkrunarrými eða hvíldarinnlögn þurfa að byrja á að sækja um færni- og heilsumat inni á Ísland.is og senda umsóknina til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem viðkomandi á lögheimili.
Niðurstaða færni- og heilsumats er kynnt umsækjanda skriflega og fer nafn viðkomandi á biðlista heimilisins.
