Dagdvöl

Dagdvöl Höfða býður upp á einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir eldra fólk með það að markmiði að efla lífsgæði, virkni og vellíðan. Í boði eru 20 almenn rými og 5 sérhæfð rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

Í dagdvölinni er lögð áhersla á virka þátttöku, félagslega samveru og fjölbreytta dagskrá. Þjónustan í dagdvölinni byggir á virðingu, þolinmæði og samvinnu við aðstandendur og fagaðila.


Dagdvölin er hluti af samhæfðri þjónustu við heimahjúkrun og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar þar sem markmiðið er að einstaklingar geti búið lengur heima við góð lífsgæði.


Þar sem um takmarkaðan fjölda dagdvalarrýma er að ræða gæti þurft að forgangsraða umsækjendum sem eru í mestri þörf.


Beint símanúmer: 433-4313 eða 856-4313

Netfang: dagvist@dvalarheimili.is

Staðsetning: 1. hæð