Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun Höfða er með góða aðstöðu á 1. hæð með æfingatækjum og öðrum búnaði. Þar starfar sjúkraþjálfari ásamt aðstoðarfólki. Starfsfólk sinnir þjálfun og meðferð í sal sjúkraþjálfunar eða á heimilum íbúa. Góð samvinna er við iðjuþjálfun til að efla einstaklinginn til virkni og samveru.


Markmið sjúkraþjálfunar er að hafa áhrif á líkamlega og andlega færni m.a. með því að viðhalda/bæta styrk, samhæfingu, jafnvægi og liðleika sem og að minnka verki og bólgur og stuðla þannig að aukinni vellíðan, bættum lífsgæðum og sjálfsbjargargetu. 


Áhersla er á virka alhliða þjálfun og stendur íbúum Höfða til boða almenn æfingameðferð, hópþjálfun eða önnur sérhæfðari meðferð sjúkraþjálfara, allt eftir þörfum hvers og eins. Mikið er lagt upp úr virðingu og jákvæðu viðmóti og rík áhersla á að leysa farsællega úr málum og veita persónubundna þjónustu.

Sjúkraþjálfari aðstoðar einnig við mat og þjálfun á hjálpartækjum, forvörnum og fræðslu.


Beint símanúmer sjúkraþjálfunar: 433-4313 og 856-4314

Netfang: sjukrathjalfi@dvalarheimili.is

Staðsetning: 1. hæð